Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Mun Lewandowski bæta met Muller?
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern Munchen, hefur trú á að Robert Lewandowski geti slegið ótrúlegt met Gerd Muller með því að skora yfir 40 mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.

Lewandowski hefur skorað sextán mörk í ellefu leikjum á þessu tímabili og gæti með sama áframhaldand náð meti Muller frá 1971-1972.

Um helgina skoraði Lewandowski tvívegis í 4-0 sigri á Borussia Dortmund.

„Ég hélt að met Gerd Muller myndi vara að eilífu. Ég held að Robert sé sá fyrsti sem getur sett það í hættu," sagði Rummenigge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner