Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. nóvember 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mitrovic og Vlahovic í serbneska hópnum þrátt fyrir meiðsli
Mitrovic hefur verið duglegur að skora undanfarin misseri.
Mitrovic hefur verið duglegur að skora undanfarin misseri.
Mynd: EPA
Tadic verður með bandið.
Tadic verður með bandið.
Mynd: EPA
Landsliðsþjálfarinn Dragan Stojkovic hefur valið 26 manna leikmannahóp Serbíu fyrir HM í Katar. Serbía er í G-riðli ásamt Brasilíu, Sviss og Kamerún. Fyrsti leikur liðsins er gegn Brasilíu þann 24. nóvember.

Það er áhugavert að í hópnum er Aleksandar Mitrovic sem glímir við ökklameiðsli um þessar mundir. Dusan Vlahovic er líka í hópnum en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Dusan Tadic verður með fyrirliðabandið. Önnur stór nöfn í hópnum eru t.d. Marko Grujic, Sergej Milinkovic-Savic, Filip Kostic og Luka Jovic.

Stærstu nöfnin sem ekki eru í hópnum eru Matija Nastasic og Nemanja Matic. Matic lagði reyndar landsliðsskóna á hilluna árið 2019.

Finnst mesti munurinn á Mitrovic vera standið - „Kominn með meira í sinn leik"

Hópurinn

Markverðir: Marko Dmitrovic (Sevilla), Predrag Rajkovic (Mallorca), Vanja Milinkovic-Savic (Torino).

Varnarmenn: Stefan Mitrovic (Getafe), Nikola Milenkovic (Fiorentina), Strahinja Pavlovic (RB Salzburg), Milos Veljkovic (Werder Bremen), Filip Mladenovic (Legia Warsaw), Strahinja Erakovic (Red Star Belgrade), Srdjan Babic (Almeria).

Miðjumenn: Nemanja Gudelj (Sevilla), Sergej Milinkovic-Savic (Lazio), Sasa Lukic (Torino), Marko Grujic (Porto), Filip Kostic (Juventus), Uros Racic (Braga), Nemanja Maksimovic (Getafe), Ivan Ilic (Hellas Verona), Andrija Zivkovic (PAOK), Darko Lazovic (Hellas Verona).

Sóknarmenn: Dusan Tadic (Ajax), Aleksandar Mitrovic (Fulham), Dusan Vlahovic (Juventus), Filip Duricic (Sampdoria), Luka Jovic (Fiorentina), Nemanja Radonji (Torino).
Athugasemdir
banner
banner