Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. desember 2018 11:40
Magnús Már Einarsson
Heimir kynntur á fréttamannafundi í Katar
Fyrsti deildarleikur eftir áramót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var formlega kynntur sem nýr þjálfari Al Arabi á fréttamannafundi í Katar í dag. Heimir skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Arabi og ætlar að byggja liðið upp næstu árin.

„Þetta er frábært tækifæri," sagði Heimir meðal annars á fréttamannafundinum í morgun en hér að neðan má sjá myndir af honum þar.

Al Arabi er í 6. sæti í úrvalsdeildinni í Katar, sjö stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Asíu.

Tímabilið er um það bil hálfnað en búið er að fresta leik Al Arabi og Al Rayyan sem átti að fara fram á fimmtudag. Fyrsti deildarleikur Heimis verður því eftir áramót.

Í föstudaginn næstu viku á Al Arabi leik við Al Duhail í bikarkeppninni en í bikarnum í Katar er fyrirkomulagið öðruvísi þar sem leikið er í riðlakeppni.

Sjá einnig:
Heimir í Katar: Opnar fleiri dyr en það lokar


Athugasemdir
banner
banner
banner