Orri Sveinn Stefánsson er með lausan samning eftir að samningur hans við Fylki rann út í síðasta mánuði.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, segir í samtalið við Fótbolta.net að hann telji allar líkur á því að Orri verði áfram hjá félaginu.
Orri var orðaður við Aftureldingu, HK og ÍA í síðasta mánuði.
Hann er uppalinn hjá Fylki og hefur leikið þar allan sinn feril fyrir utan tímabilin 2015 og 16 þegar hann lék með Hugin á láni. Miðvörðurinn skoraði þrjú mörk í 24 leikjum með Fylki á liðnu tímabili þegar liðið féll úr Bestu deildinni.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, segir í samtalið við Fótbolta.net að hann telji allar líkur á því að Orri verði áfram hjá félaginu.
Orri var orðaður við Aftureldingu, HK og ÍA í síðasta mánuði.
Hann er uppalinn hjá Fylki og hefur leikið þar allan sinn feril fyrir utan tímabilin 2015 og 16 þegar hann lék með Hugin á láni. Miðvörðurinn skoraði þrjú mörk í 24 leikjum með Fylki á liðnu tímabili þegar liðið féll úr Bestu deildinni.
Fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson var þá orðaður við félög í Bestu deildinni í síðasta mánuði.
Árni nefnir að Ragnar Bragi sé samningsbundinn Fylki og hann hafi ekki fengið veður af því að eitthvað félag væri að fara kaupa hann.
Ragnar Bragi, sem er þrítugur varnarsinnaður miðjumaður, er lykilmaður hjá Fylki og er eins og Árni bendir á samningsbundinn félaginu.
Samningur Ragnars Braga rennur út eftir tímabilið 2026.
Athugasemdir