Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. janúar 2020 17:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Howe: Ég tek ábyrgð
Það gengur ekki vel hjá Eddie Howe og Bournemouth þessa dagana.
Það gengur ekki vel hjá Eddie Howe og Bournemouth þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe er í erfiðum málum með lærisveina sína í Bournemouth, þeir töpuðu í dag 0-3 í fallbaráttuslag gegn Watford.

Það hafa margir leikmenn Bournemouth verið að glíma við meiðsli og liðið hefur ekki verið að ná í mörg stig á síðustu vikum.

Eddie Howe tekur ábyrgð á stöðu mála.

„Ég ætla ekki að kenna neinum um þetta, það eru allir að reyna gera sitt besta en þetta er ekki að falla með okkur. Við höfum verið að spila við erfiða andstæðinga og margir lykilmenn hafa meiðst, það voru nokkrir að spila í dag sem eru ekki 100% heilir."

„Það er stjórinn sem verður alltaf að taka ábyrgð þegar ekki gengur vel, að byggja upp sjálfstraust leikmanna er hluti af mínu starfi."

Bournemouth er í 19. sæti með 20 stig.

Athugasemdir
banner
banner