þri 12. janúar 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsti sigur Sheffield United staðreynd
Fyrsti sigurinn!
Fyrsti sigurinn!
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 0 Newcastle
1-0 Billy Sharp ('73 , víti)
Rautt spjald: Ryan Fraser, Newcastle ('45)

Sheffield United vann loksins sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er þeir fengu Newcastle í heimsókn í kvöld.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, tók þá ákvörðun að byrja með fimm manna varnarlínu gegn versta sóknarliði deildarinnar. Það var ákvörðun sem borgaði sig ekki.

Ryan Fraser fékk að líta rauða spjaldið, sitt annað gula spjald, undir lok fyrri hálfleiksins fyrir að vera alltof seinn í tæklingu. Newcastle var því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Sheffield United hafði verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum gegn varnarsinnuðu liði Newcastle. Í seinni hálfleiknum markið fyrir heimamenn þegar Federico Fernandez fékk boltann í höndina innan teigs. Billy Sharp fór á punktinn og skoraði af öryggi. Það reyndist eina mark leiksins.

Lokatölur 1-0 fyrir Sheffield United sem vinnur sinn fyrsta deildarleik í 18. tilraun á þessu tímabili. Liðið er áfram á botninum en núna með fimm stig. Newcastle er í 15. sæti með 19 stig.

Klukkan 20:15 hefjast tveir áhugaverðir leikir. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin fyrir þá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner