Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 12. febrúar 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum liðsfélagi Karius ósáttur með meðferðina á markverðinum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrrum liðsfélagi Loris Karius hjá Mainz í Þýskalandi er ósáttur með hvernig félag Karius, Liverpool, tók á hans málum í kjölfar úrslitaleiksins í Meistaradeildinni 2018.

Karius gerði nokkur mistök sem markvörður Liverpool og komu þau stærstu í úrslitaleiknum. Giulio Donati er á því að Jurgen Klopp hafi gengið of langt þegar hann sendi Karius á tveggja ára lán.

„Því miður tóku fjölmiðlar og fólk sem ræðir fótbolta upp á því að blása upp þessi mistök," sagði Donati við Tribalfootball.com.

„Við getum ekki gleymt því að Liverpool hefði aldrei komist í úrslit ef Karius hefði ekki verið í markinu í leikjunum á undan."

„Hann var ungur maður sem gerði mistök í úrslitaleiknum. Það er satt að þetta var mikilvægur leikur en það hefði ekki átt að þurrka út allt það góða sem hann gerði áður."

„Ég er klár á því að Karius hefði gert vel í framhaldinu hjá Liverpool en því miður munum við aldrei vita neitt um það þar sem hann er í Tyrklandi."

„Þegar ég spilaði með honum þá veitti hann mér sjálfstraust og það hjálpaði mikið að vera með jafngóðan markvörð fyrir aftan sig,"
sagði Donati að lokum.

Karius er á sínu öðru ári á láni hjá Besiktas frá Liverpool. Félagið keypti Alisson Becker þarsíðasta sumar og tók hann stöðu Karius hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner