Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 12. febrúar 2024 11:34
Elvar Geir Magnússon
Almería gæti tekið metið neikvæða af Derby sem versta liðið
Almería hefur ekki haft margar ástæður til að fagna á þessu tímabili.
Almería hefur ekki haft margar ástæður til að fagna á þessu tímabili.
Mynd: EPA
Luis Suarez, sóknarmaður Almería.
Luis Suarez, sóknarmaður Almería.
Mynd: EPA
Tímabilið 2007-08 átti Derby County versta tímabil í sögu fimm stærstu deilda Evrópu þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni með aðeins ellefu stig.

Spænska liðið Almería gerir nú tilkall í að hirða þetta neikvæða met af Derby en liðið er aðeins með sex stig eftir fyrstu 23 umferðirnar í La Liga. Liðið hefur enn ekki unnið leik.

Fyrir tímabilið voru stuðningsmenn Almería nokkuð bjartsýnir enda hafði eigandinn Turki Al-Sheikh frá Sádi-Arabíu tekið upp veskið til að styrkja leikmannahópinn.

En allt hefur gengið á afturfótunum hjá Almería og sjálfstraust leikmannahópsins er við frostmark.

Varnarleikurinn hefur skánað eftir að Gaizka Garitano var ráðinn stjóri liðsins en það tapaði hinsvegar sex fyrstu deildarleikjunum undir hans stjórn. Ofan á það kom vandræðalegt tap gegn D-deildarliðinu Barbastro í bikarkeppninni.

Tölfræðin segir að Almería sé alls ekki svona lélegt lið
Eitt það áhugaverðasta varðandi Almería er að tölfræðin segir liðið miklu betra en stigataflan sýnir. Sérstaklega í leikjum gegn liðunum í efri hlutanum.

Almería var mun betra liðið gegn Atletico Madrid á útivelli en tapaði 2-1. Liðið náði næstum því stigi af meisturum Barcelona en Sergi Roberto skoraði sigurmark Börsunga seint í leiknum. Þá var liðið 2-0 yfir gegn Real Madrid á Bernabeu en Madrídingar skoruðu þrívegis í seinni hálfleik, þar á meðal sigurmark á 99. mínútu.

Samkvæmt xG tölfræðinni yfir vænt mörk ætti Almería ekki einu sinni að vera í fallsæti. En þrátt fyrir það gæti lið skráðst sem versta lið sögunnar.

En þarna liggur hundurinn grafinn. Liðið er lélegt í að klára færin sín og fær á sig ódýr mörk út af klaufalegum varnarleik. Síðasti leikur liðsins, gegn Valencia, endurspeglaði þetta. Miðjumaðurinn Gonzalo Melero klúðraði dauðafæri snemma leiks og tveimur mínútum síðar var Hugo Duro sóknarmaður andstæðingana með opið mark og skoraði fyrsta mark leiksins. Valencia vann á endanum 2-1.

Almería á leik gegn Athletic Bilbao í kvöld og gæti sett spænskt met yfir flesta leiki í byrjun móts án sigurs. Stuðningsmenn Derby vonast til þess að slæmt gengi liðsins haldi áfram. Það eru fimmtán leikir eftir af mótinu.

Lægsti stigafjöldi í stærstu deildum Evrópu (síðan þriggja stiga reglan var tekin upp)
Enska úrvalsdeildin: Derby County 2007-08 (11)
La Liga: Sporting Gijon 1997-98 (13)
Þýska Búndesligan: Schalke 2020-21 (16)
Franska deildin: Lens 1988-89 (17)
Ítalska A-deildin: Pescara 2016-17 (18)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir