Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Formaður Þórs býst við að Egill verði seldur á næstunni
Egill Orri Arnarsson
Egill Orri Arnarsson
Mynd: Þór
Sveinn Elías Jónsson, formaður Þórs á Akureyri, telur líklegt að danska félagið Midtjylland leggi fram formlegt tilboð í Egil Orra Arnarsson á næstu vikum, en þetta segir hann í viðtali við Tipsbladet.

Egill Orri er 15 ára gamall vinstri bakvörður sem er á reynslu hjá danska félaginu og það í þriðja sinn.

Hann er talinn með efnilegustu leikmönnum landsins en Midtjylland er ekki eina félagið sem hefur áhuga.

Egill fór á reynslu hjá Torino á Ítalíu árið 2022 og einnig til Bröndby í fyrra. Samkeppnin er mikil en Sveinn telur ólíklegt að Þórsurum takist að halda honum út árið.

„Við höfum ekki fengið tilboð enn, en ég býst við að það komi á næstu vikum. Engar viðræður hafa átt sér stað en ég býst samt við að hann fari þegar hann nær 16 ára aldri, því miður fyrir mitt félag,“ sagði Sveinn Elías, formaður Þórs, við Tipsbladet.

„Danmörk er frábær staður en við höfum fengið áhuga frá mörgum öðrum löndum. Hann hefur farið á reynslu á nokkrum stöðum og spilað fyrir bæði U15 og U17 ára landsliðin, þar sem mörg félög hafa tekið eftir honum,“ sagði Sveinn sem var beðinn um að lýsa Agli fyrir danska miðlinum.

„Ég myndi lýsa honum sem náunga með einstakt vaxtarlag. Hann er 184 á hæð, en það er vélin í honum sem er einn af hans helstu styrkleikum. Hann er líka með einstakan hraða og sprengikraft,“ sagði Sveinn ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner