Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 12. maí 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slagsmál í Sunderland - Bruce kallaði leikmennina „ræfla"
Simon Mignolet.
Simon Mignolet.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Simon Mignolet hefur rifjað upp áhugaverða sögu frá tíma sínum hjá Sunderland.

Belgíski markvörðurinn, sem leikur í dag með Club Brugge í heimalandinu, lék með Sunderland frá 2010 til 2013 áður en hann var keyptur til Liverpool. Á sínu fyrsta tímabili í norðrinu varð hann vitni af því þegar tveir varnarmenn liðsins slógust.

„John Mensah og Nedum Onuoha voru tveir áræðnir leikmenn í búningsklefanum, og agressívir," sagði Mignolet í samtali við The Times. „Eftir að annar þeirra spilaði stuttri sendingu til baka þá ákvað hinn að reyna að lítillækka hann í hálfleikshléinu."

„Fyrirliðinn okkar (Lee Cattermole) steig inn í og það var kallað í Steve Bruce (þáverandi þjálfara Sunderland) úr öðru herbergi þar sem hann var með þjálfarateyminu sínu. Bruce sagði: 'Leyfið þeim að slást ef þeir vilja slást.' Þetta voru nú ekkert meira en smávægilegar stimpingar. Bruce sagði þá: 'Þið eruð ekkert meira en ræflar inn á vellinum og í búningsklefanum."

Þess má geta að Mensah og Onouha fóru báðir frá Sunderland að tímabilinu loknu enda voru þeir báðir í láni hjá félaginu. Bruce er í dag stjóri Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner