Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. júní 2021 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjuggu til mennskan skjöld fyrir Eriksen
Mynd: EPA
Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins, er á lífi eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í dag.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

Það er ekki annað hægt að segja en að sjúkrastarfsmenn á vellinum og liðsfélagar Eriksen séu hetjur.

Leikmenn Danmerkur hópuðust í kringum Eriksen svo myndavélar á vellinum næðu ekki nærmynd af aðstæðum. Sjúkrastarfsmenn á vellinum virtust vera að framkvæma hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð.

Þetta allt saman var gríðarlega erfitt fyrir áhorfendur heima í stofu að sjá, en það er ekki hægt að ímynda sér hversu erfitt það fyrir liðsfélaga hans og eiginkonu að sjá þetta gerast. Liðsfélagar hans stóðu sem veggur í kringum hann á einu erfiðasta augnabliki í lífi þeirra. Leikmenn Danmerkur og sjúkrastarfsmenn eru hetjur.

Eiginkona Eriksen hljóp inn á völlinn en Kasper Schmeichel og Simon Kjær, leiðtogar danska liðsins, hughreystu hans og föðmuðu.


Athugasemdir
banner
banner