Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. ágúst 2022 22:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Óvæntur sigur ÍH - Þrír 1-0 sigrar
Róbert Thór
Róbert Thór
Mynd: Hulda Margrét

Þrír leikir fóru fram í 3. deild í kvöld. ÍH vann óvæntan sigur á toppliðinu, Kári sigraði Elliða og Víðir sigraði KH.


Róbert Thor Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í sigri ÍH gegn KFG. Þetta var aðeins fjórði sigur ÍH í 16 leikjum, þar af eru 11 töp. KFG er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig og Dalvík/Reynir sem hefur tækifæri til að komast á toppinn þegar þeir mæta Sindra á morgun.

Kári fór uppfyrir Elliða með 1-0 sigri en Kári er í 5. sæti með jafn mörg stig og Augnablik og KFS, Elliði fylgir þar á eftir tveimur stigum fyrir neðan.

Að lokum vann Víðir 1-0 sigur á botnliði KH. Víðir er í 3. sæti tveimur stigum á eftir toppliðunum.

Kári 1 - 0 Elliði
1-0 Fylkir Jóhannsson ('48 )

ÍH 1 - 0 KFG
1-0 Róbert Thor Valdimarsson ('43 )

Víðir 1 - 0 KH
1-0 Jóhann Þór Arnarsson ('70 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner