Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 12. ágúst 2022 10:18
Elvar Geir Magnússon
Keita snýr aftur - Gæti Klopp fengið inn nýjan leikmann?
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: EPA
Annar leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni verður gegn Crystal Palace á mánudagskvöld.

Keita var veikur og tók því ekki þátt í 2-2 jafnteflisleiknum gegn Fulham um síðustu helgi.

Thiago Alcantara verður frá í allt að sex vikur og þá eru Curtis Jones og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður að því hvort hann gæti fengið inn nýjan leikmann í ljósi stöðunnar en glugginn er opinn til mánaðamóta.

„Ég er ánægður með styrkleika, stærðina og gæðin í hópnum mínum en við erum með meiðsli. Ein af mögulegum lausnum er félagaskiptamarkaðurinn, en kaup á leikmanni eru bara rökrétt ef það er hægt að fá rétta leikmanninn. Það þarf að sækja rétta leikmanninn en ekki bara einhvern leikmann," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner