Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 12. ágúst 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Doué velur PSG framyfir Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franski kantmaðurinn Désiré Doué hefur valið stórveldið Paris Saint-Germain sem næsta áfangastað.

PSG var í harðri baráttu við FC Bayern um að krækja í Doué, sem kemur úr röðum Rennes.

Doué er nýlega orðinn 19 ára gamall en hann að 10 mörkum í 43 leikjum á síðustu leiktíð og vakti mikinn áhuga á sér.

Doué keppti með franska U23 landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar og skoraði eitt og lagði eitt upp er Frakkar enduðu í öðru sæti mótsins.

Öll stærstu nöfnin hjá PSG sannfærðu Doué um að velja Parísarfélagið framyfir Bayern. Luis Campos, yfirmaður fótboltamála, ræddi við Doué ásamt Luis Enrique þjálfara og Nasser Al-Khelaifi forseta PSG.

Talið er að Rennes fái rúmar 50 milljónir evra fyrir söluna á Doué.

Til gamans má geta að hægri bakvörðurinn Guéla Doué, eldri bróðir Désiré, átti einnig flott tímabil með Rennes á síðustu leiktíð og var seldur til Strasbourg í sumar þrátt fyrir áhuga utan landsteinanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner