Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Eigum ekki heima í topp fjórum
Mynd: EPA
Unai Emery þjálfari Aston Villa svaraði spurningum eftir óvænt tap á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Svör hans hafa vakið umtalsverða athygli.

Villa tókst ekki að nýta kjörið tækifæri til að minnka bilið á milli sín og toppliðs Arsenal niður í fjögur stig og stökkva um leið yfir Manchester City á stöðutöflunni eftir að stórveldin misstigu sig bæði í gær.

„Við sköpuðum fleiri færi en þeir skoruðu eina markið í leiknum. Við mættum sterkum andstæðingum sem spiluðu góðan leik og verðskulduðu að sigra. Við erum kannski í þriðja sæti núna en við eigum ekki heima þar," sagði Emery fúll eftir lokaflautið.

„Við gátum komið í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur en svona er fótboltinn. Þeir eru gott lið með mjög góðan þjálfara.

„Auðvitað var þetta frábært tækifæri fyrir okkur í toppbaráttunni en við höfum átt mjög gott tímabil hingað til. Við erum sem betur fer í þriðja sæti í deildinni en ég veit ekki hvort við náum að halda því. Það eru allavega fimm lið í deildinni sem eiga meiri möguleika heldur en við."


Emery var niðurlútur í viðtalinu og höfðu fótboltasérfræðingar Sky Sports orð á því hversu skrýtinn þjálfarinn var.

Ashley Young og Jamie Redknapp sátu í sjónvarpsveri Sky Sports og voru mjög hissa eftir ummælin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir