Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 12. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Argentínskur landsliðsmaður sleit krossband
Argentínski landsliðsmaðurinn Valentin Carboni verður ekki meira með á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband á æfingu með landsliðinu í Miami.

Carboni er 19 ára gamall og talinn einn af efnilegustu miðjumönnum Argentínu.

Hann átti að vera í hópnum gegn Venesúela í undankeppni HM á dögunum, en meiddist á æfingu stuttu fyrir leik.

Umboðsmannateymi Carboni hefur nú staðfest að leikmaðurinn sleit krossband og verður því ekki meira með á þessu tímabili.

Carboni er samningsbundinn Inter á Ítalíu en var sendur til franska félagsins Marseille á láni út þessa leiktíð.
Athugasemdir
banner