Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Það er hægt að bæta VAR
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill sjá breytingar á VAR fyrirkomulaginu í ensku úrvalsdeildinni. VAR hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu og Klopp vill að kerfið gangi betur.

„Það er hægt að bæta VAR. Þetta verður aldrei 100% öruggt, allir vita það. En það eru nokkrir hlutir sem eru ekki í lagi," sagði Klopp.

„Það er klárt að við þurfum að bæta atvik sem snúa að hendi og rangstöðu í VAR."

„Það komu góðar hugmyndir frá UEFA, hvernig við ættum að laga atriði sem snúa að dómurum og allir eru ákveðnir í að gera það."

„Það verða áfram einhver mistök. Manneskjur stjórna þessu og enginn er fullkominn. Það er enginn að biðja um fullkomnun, þú vilt bara réttar ákvarðanir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner