Í lok maí 2010 setti Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, tvítugan Björn Daníel Sverrisson í agabann. Björn Daníel hafði kíkt út á lífið án leyfis, það spurðist út og hann var ekki í leikmannahópnum í deildarleik gegn Grindavík.
„,Það eru bara ákveðnar reglur í fótbolta og ef þú ætlar að ná árangri þá verður þú að fara eftir þeim, hann fór ekki eftir þeim og var þess vegna ekki í hóp í dag," sagði Heimir við Fótbolta.net eftir leikinn. Björn Daníel sneri svo aftur í lið FH í næsta leik á eftir.
Björn Daníel lagði skóna á hilluna í haust og gerði upp ferilinn í viðtali við Jóa Skúla í Draumaliðinu. Hann ræddi um agabannið í þættinum sem hlusta má á í spilaranum neðst.
„,Það eru bara ákveðnar reglur í fótbolta og ef þú ætlar að ná árangri þá verður þú að fara eftir þeim, hann fór ekki eftir þeim og var þess vegna ekki í hóp í dag," sagði Heimir við Fótbolta.net eftir leikinn. Björn Daníel sneri svo aftur í lið FH í næsta leik á eftir.
Björn Daníel lagði skóna á hilluna í haust og gerði upp ferilinn í viðtali við Jóa Skúla í Draumaliðinu. Hann ræddi um agabannið í þættinum sem hlusta má á í spilaranum neðst.
„Ég hafði gaman af lífinu, hélt pínu að ég kæmist upp með það sem ég vildi gera. Það var búið að vera pínu vesen á mér yfir veturinn. Ég er mjög þakklátur Heimi Guðjónssyni, hann tók mig á nokkra fundi og það hefðu örugglega margir þjálfarar fleygt mér úr klúbbnum. Það var útskrift hjá góðum vini mínum og þar voru allir félagarnir að fá sér í glas. Þetta var tveimur dögum fyrir leik. Gylfi Sigurðsson var svo búinn að bjóða í eitthvað partí á Hverfisbarnum. Ég byrjaði að drekka í útskriftinni og tók svo ákvörðun að fara niður í bæ - sem ég hefði aldrei átt að gera. Það endaði á því að ég var í aðeins verra ástandi en maður hefði átt að vera. Svo fréttist það allt."
„Ég átti fund með fulltrúa FH og hann sagði við mig: „Ég er búinn að fá svo mikið af tölvupósti, ég vissi ekki einu sinni að svona mikið af fólki vissi hver þú værir." Við spiluðum svo leikinn og við töpuðum honum. Ég held það sé alls staðar þannig að ef við hefðum unnið leikinn, þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Af því við töpuðum leiknum þá varð þetta meira mál."
„Ég mætti á leikinn, var að reyna láta engan sjá mig í stúkunni, hitti eitthvað fólk, ég var spurður og sagðist vera meiddur. Svo mætti Heimir náttúrulega í viðtal og sagði að ég væri í agabanni. Ég lærði helling á þessu, maður gerir mistök. Ég er ekki fyrsti maðurinn til að fara í agabann og ekki sá síðasti. Þetta var eitthvað sem gerðist. Ég man að vikan eftir á var helvíti erfið, ég var látinn fara mjög oft á línuna og taka einhver hlaup. Maður þurfti að taka þetta á kassann. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið, en ég held að ég hafi tekið helling af lærdóm af þessu til að taka fram veginn," segir Björn Daníel í þættinum
Heimir þjálfaði Björn á árunum 2008-13 og svo aftur 2023-25.
Hann talar um það í þættinum og hefur gert áður að stefnan á sínum tíma hefði ekki verið á atvinnumennsku. Það kom seinna, Björn Daníel varð á ferlinum þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann var atvinnumaður í Noregi og Danmörku í fimm tímabil og lék átta A-landsleiki. Núna er komið hjá Birni að þjálfa, en hann er tekinn við liði Sindra á Hornafirði.
Athugasemdir


