Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekroth orðaður við heimför til Svíþjóðar - „Veit ekkert hvaðan þetta kemur"
Tók við Íslandsmeistaraskildinum í október.
Tók við Íslandsmeistaraskildinum í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth, fyrirliði Íslandsmeistara Víkings, hefur verið orðaður við endurkomu til sænska félagsins Degerfors. Oliver, sem er 33 ára miðvörður, gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið 2022 og hefur unnið fjóra stóra titla sem leikmaður félagsins.

Hann var í úrvalsliði ársins tímabilið 2023 og aftur 2025.

„Í hreinskilni veit ég ekkert hvaðan þetta kemur. Einhver sendi mér líka skilaboð varðandi þetta á Facebook. Það verða alltaf til sögusagnir og það er gaman. Ég hef fylgst vel með Degerfors síðan ég fór. Félagið er mjög nálægt hjarta mínu," segir Oliver við sænska miðilinn KT-Kuriren.

Fótbolti.net hafði samband við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, en hann hefur ekki fengið neitt inn á sitt borð varðandi Oliver.

Varnarjaxlinn er ekki að plana flutninga til Svíþjóðar á þessum tímapunkti.

„Alls ekki. Ég er mjög öruggur þar sem ég er. Það er líka mjög skemmtilegt ár framundan, förum í forkeppni Meistaradeildarinnar. En auðvitað, ef eitthvað gerist, þá gerist það. Á þessum tímapunkti hlakka ég bara til næsta tímabil," segir Oliver.

Svíinn er samningsbundinn Víkingi út næsta ár. Hann var leikmaður Degerfors á árunum 2018-21 og fór þaðan til Víkings.
Athugasemdir
banner
banner