Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 12:02
Elvar Geir Magnússon
Er loksins komið að fyrsta sigri Blika í Sambandsdeildinni?
Úr leik Shamrock og Breiðabliks 2023.
Úr leik Shamrock og Breiðabliks 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fær írska liðið Shamrock Rovers í heimsókn á Laugardalsvöll í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun.

Liðin mættust 2023 og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli.

Veðbankar telja Breiðablik sigurstranglegri í leiknum á morgun en Epicbet er með stuðulinn 1,83 á sigur Kópavogsliðsins en 3,94 á sigur Shamrock. Stuðullinn 3,69 er á jafntefli.

Þetta er í annað sinn sem Breiðablik kemst í lokakeppni Sambandsdeildarinnar en liðið hefur enn ekki náð að landa sigri.

Breiðablik er með tvö stig í deildinni núna og situr í 32. sæti af 36 liðum. Shamrock er í 35. sæti með aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner