Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 13. janúar 2020 12:34
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Erfitt líkamlega og andlega fyrir Jóa Berg
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson hefur aðeins spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna meiðsla. Hann missti af leik Burnley gegn Chelsea um liðna helgi en fyrir leik sagði stjóri Burnley að meiðslin væru minniháttar.

Jóhann hefur misst mikið úr síðustu ár vegna meiðsla.

„Þetta eru flókin og erfið meiðsli sem Jói hefur lent í. Hann er að reyna að koma sér af stað en það gengur erfiðlega," sagði Bjarni Þór Viðarsson á Vellinum á Síminn Sport í gær.

Eiður Smári Guðjohnsen segir að meiðsli líkt og þau sem Jóhann glímir við taki mikið á andlega.

„Hann er búinn að fara til sérfræðings í nokkur skipti og þetta eru alltaf sömu vöðvameiðslin sem taka sig upp aftur og aftur. Hann þarf kannski að leita víðar og fá önnur álit. Hugsanlega þarf að grípa eitthvað inn í, jafnvel fara í aðgerð til að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur," segir Eiður.

„Hann er kominn inn í smá vítahring. Þetta er ekki bara erfitt líkamlega, andlega getur þetta verið hrikalegt. Ef þú meiðist illa þá veistu nánast upp á dag hvenær þú verður í lagi. En með þrálát vöðvameiðsli þá heldur þú alltaf að þú sért kominn í gang en brotnar niður aftur."


Athugasemdir
banner
banner
banner