Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   mán 13. janúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Börsungar missa byrjunarliðsmann á meiðslalistann
Inigo Martínez
Inigo Martínez
Mynd: EPA
Barcelona tryggði sér 5-2 sigur gegn Real Madrid í Ofurbikarnum í gær en það voru þó ekki bara góðar fréttir fyrir Börsunga.

Varnarmaðurinn Inigo Martínez verður frá næstu fimm vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Martínez, sem er fyrrum leikmaður Athletic Bilbao, á fast sæti í byrjunarliði Barcelona.

Það er útlit fyrir að hann missi alls af níu leikjum.

Ronald Araujo kom inn af bekknum í stað Martínez í gær og stóð sig mjög vel en framtíð hans er í óvissu. Úrúgvæinn vill fara frá Barcelona núna í janúarglugganum.

Það er þó stutt í að Andreas Christensen snúi aftur af meiðslalistanum og hann gæti fyllt skarð Martínez.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner