Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   þri 13. febrúar 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði valinn leikmaður mánaðarins - Stuðningsmenn kusu
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er að gera góða hluti með Reading á Englandi. Janúarmánuður var sérstaklega góður fyrir hann.

Jón Daði fékk á dögunum verðlaun fyrir mark mánaðarins hjá félaginu en hann hefur líka verið verðlaunaður fyrir að vera leikmaður janúarmánaðar. Það voru stuðningsmenn Reading sem kusu um verðlaunin fyrir leikmann mánaðarins.

Eftir að hafa ekki átt fast sæti í liðinu stóð hann sig mjög vel í janúar og skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu í enska bikarnum.

Jón Daði og félagar hans í Reading eru nú á leið til Spánar í æfingaferð en liðið er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í Championship-deildinni. Þetta tímabil skráist sem vonbrigði en liðið er í botnbaráttunni í þessari næst efstu deild Englands.

Leikmenn mánaðarins hjá Reading:
August 2017: Liam Kelly
September 2017: Liam Moore
October 2017: Leandro Bacuna
November 2017: Mo Barrow
December 2017: Mo Barrow
January 2018: Jón Daði Böðvarsson



Athugasemdir
banner