Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 13. mars 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Fjögur íslensk félög í viðbót hætt við æfingaferð til Spánar
HK fer ekki til Spánar.
HK fer ekki til Spánar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalið HK, Aftureldingar og Víkings Ólafsvíkur og kvennalið FH hafa öll hætt við fyrirhugaða æfingaferð til Spánar á morgun vegna kórónuveirunnar.

HK og Afturelding voru á leið til Campoamor en FH og Ólafsvík til Pinatar.

Þessi félög bætast í hóp með Víkingi R. og ÍA sem áttu einnig að fara í æfingaferðir til Spánar í þessari viku en hættu við vegna veirunnar.

Fyrr í vikunni tilkynnti Sindri einnig að félagið ætli ekki í æfingaferð til Spánar í apríl vegna kórónuveirunnar. Fleiri félög eru að íhuga að hætta við fyrirhugaðar ferðir á næstu vikum.

Mikil aukning hefur orðið á smitum á Spáni í þessari viku og þar hefur skólum verið lokað á mörgum stöðum. Keppni í spænsku úrvalsdeildinni hefur einnig verið frestað næstu vikurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner