fös 13. mars 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Times 
Forseti FA býst ekki við að úrvalsdeildartímabilið verði klárað
Greg Clarke, forseti enska knattspyrnusambandsins, óttast að enska úrvalsdeildartímabilið verði ekki klárað vegna kórónaveirunnar.

Búið er að fresta helstu deildum Evrópu þar til í apríl og ólíklegt að deildartímabilum ljúki fyrir sumarið.

Líkur eru á því að EM 2020 verði fært fram á næsta ár og þá er spurning hvort reynt verði að ljúka deildarkeppnum næsta sumar eða ekki.

Kórónaveiran er að hafa gríðarleg áhrif á knattspyrnuheiminn og þá sérstaklega fjárhagslega, en enska úrvalsdeildin gæti tapað hátt upp í 750 milljónum punda vegna veirunnar.
Athugasemdir
banner