Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 18:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amanda til Molde (Staðfest) - „Komin heim"
Kvenaboltinn
Mynd: Molde
Amanda Andradóttir er gengin til liðs við norska félagið Molde en hún skrifar undir þriggja ára samning. Hún rifti samningi sínum við Twente í síðasta mánuði.

Amanda er 22 ára gömul en hún fæddist í Molde. Hún var til viðtals á heimasíðu Molde eftir undirskriftina.

„Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Molde og elska borgina. Þetta er eins og að vera komin heim. Það er spennandi verkefni í gangi hérna sem ég vil virkilega vera hluti af," sagði Amanda.

„Amanda er leikmaður með mikil gæði, sérstaklega hvað varðar sóknarhæfileika, og við erum mjög ánægð með að hún hafi valið að semja við okkur í Molde. Hún hefur reynslu úr efstu deildum Evrópu og kemur til borgarinnar með löngun til að við stígum ný skref saman! Við hlökkum til að vinna að nýjum markmiðum og erum ánægð að fá Amandu til okkar,“ sagði Erlend Holmlund, þjálfari Molde.

Amanda hefur spilað með Nordsjælland, Vålerenga og Kristianstad á atvinnumannaferlinum ásamt Twente. Hún fór til Hollands í fyrrasumar frá Val þar sem hún lék árin 2023 og 2024. Hún vann deild og bikar með Twente á síðustu leiktíð.

Molde verður nýliði í efstu deild í Noregi á næsta tímabili eftir að hafa hafnað í 3. sæti næst efstu deildar á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner