Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. maí 2020 10:49
Magnús Már Einarsson
Geir Þorsteins: Enginn leikmaður á förum frá Akranesi
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, segir á mbl.is að enginn leikmaður sé á förum frá félaginu.

Dr. Football greindi frá því í dag að FH væri að nálgast samkomulag um kaup á bakverðinum Herði Inga Gunnarssyni frá ÍA.

Tryggvi Hrafn Haraldsson, framherji ÍA, hefur einnig verið orðaður við önnur félög en Geir segir að enginn leikmaður sé á förum.

„Það eru eng­ar viðræður um leik­manna­kaup í gangi við önn­ur fé­lög," sagði Geir við mbl.is.

„Ég hef heyrt þess­ar sög­ur um FH og Hörð Inga og hún var í gangi áður en ég tók við fram­kvæmda­stjóra­starf­inu upp á Skaga. Ég get hins veg­ar staðfest það að það er eng­inn leikmaður á för­um frá Akra­nesi."

Sjá einnig:
Emil Hallfreðs og Hörður Ingi orðaðir við FH
Athugasemdir
banner
banner