Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. maí 2022 23:15
Victor Pálsson
Son um ákvörðun Conte: Verð að sætta mig við þetta
Mynd: EPA

Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, viðurkennir að hann hafi verið vonsvikinn í gær er hann gekk af velli í leik gegn Arsenal sem vannst 3-0.


Son virkaði nokkuð pirraður er hann fór af velli á 72. mínútu í gær en Antonio Conte ákvað þá að breyta til. Son var þá búinn að skora þriðja og síðasta mark Tottenham.

Harry Kane gerði fyrstu tvö mörk heimaliðsins í sigrinum sem spilaði manni fleiri frá 33. mínútu eftir rauða spjald Rob Holding.

Suður-Kóreumaðurinn vildi fá að klára leikinn en hann segist sætta sig við ákvörðun Conte að lokum.

„Augljóslega þá vil ég alltaf spila allar mínúturnar en hvað get ég sagt? Ég verð að sætta mig við þetta," sagði Son.

„Við eigum leik á sunnudaginn og þess vegna er ég ekki reiður, bara vonsvikinn. Ég verð að sætta mig við ákvörðunina."

„Ég vildi halda áfram að spila en ég þarf að vera tilbúinn fyrir næsta mikilvæga leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner