Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 11:18
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea hefur áhuga á Donnarumma - Newcastle ætlar að berjast við Liverpool um Ekitike
Powerade
Chelsea vill Donnarumma
Chelsea vill Donnarumma
Mynd: EPA
Fer Hugo Ekitike til Newcastle?
Fer Hugo Ekitike til Newcastle?
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakki dagsins er veglegur á þessum fína sunnudegi en Marcus Rashford, Douglas Luiz og Hugo Ekitike koma allir við sögu.

Chelsea hefur áhuga á að fá Gianluigi Donnarumma (27), markvörð Paris Saint-Germain, í sumar. (L'Equipe)

Newcastle hefur endurvakið áhuga sinn á Hugo Ekitike (23), framherja Eintracht Frankfurt, og vonast til þess að hafa betur gegn Liverpool í baráttunni. (Telegraph)

West Ham er að skoða það að fá Douglas Luiz (27) frá Juventus, en þessi 27 ára gamli miðjumaður hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til ítalska félagsins frá Aston Villa. (Gazzetta dello Sport)

Barcelona heldur áfram að vinna í því að fá Luis Díaz (28) frá Liverpool og Marcus Rashford (27) frá Manchester United, en mun ekki flýta sér að ganga frá samningum. (Marca)

Sporting er reiðubúið að refsa sænska framherjanum Viktor Gyökeres (27) eftir að hann mætti ekki á fyrstu æfinguna eftir sumarfrí. Hann bíður enn eftir að koma til Arsenal. (Guardian)

Juventus hefur boðið Manchester United 8,65 milljónir punda plús bónusa í enska vængmanninn Jadon Sancho (25). (Sky Sports)

Emiliano Martínez (32), markvörður Aston Villa, er enn á óskalista Manchester United, en félögunum kemur ekki saman um verð. (Telegraph)

Samningaviðræður Arsenal við enska vængmanninn Ethan Nwaneri (18) miðar áfram. (Fabrizio Romano)

Bayern München er enn að fylgjast með stöðu franska framherjans Christopher Nkunku (27) hjá Chelsea, en óvíst er hvort félagið leggi fram tilboð. Það mun allt velta á öðrum félagaskiptum félagsins. (Florian Plettenberg)

Newcastle United þarf að greiða 100 milljónir punda til þess að fá Ollie Watkins (29) frá Aston Villa í sumar. (Football Insider)

Conor Gallagher (25), miðjumaður Atlético Madríd og enska landsliðsins er opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, en Newcastle United hefur verið boðið að fá hann. (Teamtalk)

Sádi-arabíska félagið Al Hilal og félög á Ítalíu hafa lagt fram fyrirspurn um Benjamin Sesko (22), framherja Leipzig, eftir að Arsenal dró sig úr viðræðum við þýska félagið. (Teamtalk)

West Ham hefur tjáð Roma að félagið vilji selja varnarmanninn Nayef Aguerd (29) og að félagið hafi ekki áhuga á að lána hann út tímabilið. (Gianluca Di Marzio)

Napoli er komið í bílstjórasætið um kaup á Vanja Milinkovic-Savic (28), markvörð Torino. Leeds er einnig í baráttunni. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner