Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefja samningaviðræður við Barcola á næstu vikum
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain ætla að hefja viðræður við franska vængmanninn Bradley Barcola á næstu vikum en það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu á X.

PSG hefur þegar lýst yfir því að Barcola sé ekki til sölu og að hann sé mikilvægur hluti af framtíð félagsins.

Barcola, sem er 22 ára gamall, kom til PSG frá Lyon fyrir tveimur árum.

Hann kom að 42 mörkum með PSG er það vann þrennuna á síðustu leiktíð, en þurfti að sætta sig við að deila mínútum með georgíska leikmanninum Khvicha Kvaratskhelia sem kom til félagsins frá Napoli eftir áramót.

Romano segir að PSG vilji ekki selja hann og muni hefja viðræður við leikmanninn um nýjan samning á næstu vikum.

Barcola var reglulega orðaður við Bayern München, Liverpool og Manchester City í byrjun sumars en nú er allt útlit fyrir að hann haldi kyrru fyrir í höfuðborg Frakklands.
Athugasemdir
banner