Ítalska félagið Napoli hefur náð samkomulagi við Bologna um kaup á hollenska miðverðinum Sam Beukema.
Fabrizio Romano segir frá því á X að Napoli greiði bikarmeisturum Bologna 31 milljón evra fyrir varnarmanninn.
Beukema er 26 ára gamall og verið fastamaður í vörn Bologna síðustu tvö árin.
Antonio Conte, þjálfari Napoli, vildi ólmur fá Beukema sem samþykkti að ganga í raðir félagsins fyrir nokkrum vikum og hafa félögin nú náð samkomulagi.
Varnarmaðurinn kom til Bologna frá AZ Alkmaar en áður lék hann með Go Ahead Eagles.
Hann verður þriðji leikmaðurinn sem Napoli fær í sumar á eftir Kevin de Bruyne og Luca Marianucci.
Napoli varð ítalskur deildarmeistari á síðustu leiktíð og mun spila í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.
Athugasemdir