Enski varnarmaðurinn Mason Holgate hefur samið við Al Gharafa, lið Arons Einars Gunnarssonar, en þetta tilkynnir félagið í dag.
Holgate er 28 ára gamall miðvörður sem getur einnig spilað bakvörð en samningur hans við Everton rann út um mánaðamótin.
Hann hóf feril sinn hjá Barnsley en gekk í raðir Everton árið 2015 og spilaði 150 leiki með enska úrvalsdeildarfélaginu.
Englendingurinn var ekki í myndinni hjá Everton síðustu tvö tímabilin, en hann fór á láni til Southampton, Sheffield United og WBA áður en hann yfirgaf félagið.
Varnarmaðurinn er nú genginn í raðir Al Gharafa í Katar, sem vann Emír-bikarinn á síðustu leiktíð.
Holgate spilaði með yngri landsliðum Englands áður en hann skipti yfir í landslið Jamaíka á síðasta ári og hefur síðan þá spilað 7 A-landsleiki.
???? | ????? ???????? ???????? #??????? pic.twitter.com/LF1MGdZIXg
— AL GHARAFA SC | ???? ??????? (@ALGHARAFACLUB) July 12, 2025
Athugasemdir