Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho og Ronaldo munu ekki endurnýja kynni sín
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur hafnað tækifærinu á að endurnýja kynni sín við portúgölsku stjörnuna Cristiano Ronaldo. Telegraph greinir frá.

Garnacho, sem er 21 árs gamall, bauðst að fara í viðræður við sádi-arabíska félagið Al Nassr á dögunum en Argentínumaðurinn er sagður hafa hafnað því tækifæri.

Það er í algerum forgangi hjá Garnacho að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni, en hann hefur verið orðaður við Chelsea og Tottenham á Englandi ásamt því að hafa rætt við Bayer Leverkusen.

Garnacho og Ronaldo spiluðu saman hjá United árið 2022 áður en Erik ten Hag bolaði Ronaldo frá félaginu.

Ruben Amorim, stjóri United, hefur tjáð Garnacho að hann þurfi að finna sér nýtt félag í sumar. Hann var ekki í hópnum í síðasta deildarleiknum gegn Aston Villa á síðustu leiktíð og byrjaði á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hann, Marcus Rashford, Tyrell Malacia, Antony og Jadon Sancho hafa allir fengið aukafrí til þess að ganga frá sínum málum, en Rashford kaus gegn því.

Rashford mætti aftur til æfinga á dögunum en fær ekki að æfa með hópnum.
Athugasemdir
banner