Undirbúningstímabilið hjá Englandsmeisturum Liverpool er komið á fullt og er fyrsta markið komið en það gerði norður-írski bakvörðurinn Conor Bradley.
Liverpool er að spila gegn Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Preston á Deepdale-leikvanginum.
Mínútuþögn var haldin fyrir leikinn til minningar um Diogo Jota og Andre Silva, sem létu lífið í hræðilegu bílslysi á Spáni fyrr í þessum mánuði.
Stuðningsmenn beggja liða sungu þá lag Jota og klöppuðu á 20. mínútu á þessum sólríka og fallega degi í Preston.
Fyrri hálfleik var að ljúka og er staðan 1-0 fyrir Liverpool. Conor Bradley skoraði markið, en hann og Jeremie Frimpong munu berjast um hægri bakvarðarstöðuna eftir að Trent Alexander-Arnold yfirgaf félagið og samdi við Real Madrid.
Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoah keyrði með boltann inn í teiginn og á Federico Chiesa sem kom sér fram hjá varnarmönnum Preston áður en hann setti boltann á Dominik Szboszlai sem framlengdi hann síðan á Bradley og þaðan í netið.
Einn nýr leikmaður er í byrjunarliði Liverpool en það er georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili sem kom til félagsins frá Valencia í sumar. Frimpong og Milos Kerkez eru á bekknum, ásamt Darwin Nunez sem hefur verið orðaður við Napoli síðustu daga.
Sjáðu markið hjá Bradley hér
33' - Conor Bradley
— Football Xtra™ (@FootballXtra0) July 13, 2025
[0-1]pic.twitter.com/2HE6u5Ga31
Athugasemdir