Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Ráðleggur Vlahovic að fara til Man Utd eða Milan
Mynd: EPA
Darko Kovacevic, fyrrum leikmaður Juventus, hefur ráðlagt samlanda sínum, Dusan Vlahovic, að yfirgefa félagið í sumarglugganum, en hann ráðleggur honum að fara til Manchester United eða AC Milan.

Vlahovic er ekki í framtíðarplönum Juventus og hefur verið tjáð að hann megi fara.

Kovacevic, sem spilaði 59 A-landsleiki með Serbíu og Svartfjallalandi, á tíu ára landsliðsferli sínum segir að Vlahovic, sem hann telur betri en Erling Braut Haaland, verði að finna sér nýtt félag.

„Ég mun segja Vlahovic að yfirgefa Juventus í snatri. Ég tala af reynslu þegar ég segi að það sé ekki auðvelt að fara frá Juventus, en hann verður að spila. Við höfum ekki efni á að fá hann hingað til Olympiakos, en Milan eða Man Utd væru góðir kostir,“ sagði Kovacevic við Gazzetta dello Sport.

Kovacevic starfar sem yfirmaður íþróttamála hjá Olympiakos og grínaðist með það að Nottingham Forest væri einnig frábær kostur, en félögin tvö eru bæði í eigu gríska auðkýfingsins Evangelos Marinakis. Kovacevic tók samt skýrt fram að hann komi ekki að ákvörðunum hjá Forest.

Vlahovic er 25 ára gamall og kom til Juventus frá Fiorentina fyrir þremur árum. Hann hefur spilað 36 landsleiki fyrir Serbíu og skorað 14 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner