Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
banner
   sun 13. júlí 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Senegalskur bakvörður á leið til West Ham - Spilaði í Noregi fyrir tveimur árum
Mynd: EPA
West Ham United er að ganga frá kaupum á senegalska vinstri bakverðinum El Hadji Malick Diouf frá tékkneska félaginu Slavia Prag en það er Sky Sports segir frá þessu í dag.

Diouf er tvítugur leikmaður sem kom úr akademíunni Mawade Wade í heimalandinu.

Hann fór á reynslu hjá norska félaginu Tromsö fyrir tveimur árum og samdi í kjölfarið við félagið.

Bakvörðurinn fór hægt af stað með Tromsö en náði sér almennilega á strik þegar leið á tímabilið og var síðan seldur í byrjun síðasta árs til Slavía Prag.

Þar hefur hann blómstrað en á einu ári hefur hann fest sig í sessi í byrjunarliði Slavía og er orðinn fastamaður í senegalska landsliðshópnum.

Sky Sports segir að nú sé Diouf á leið til West Ham á Englandi en félagið greiðir tæpar 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hann mun gangast undir læknisskoðun í næstu viku og skrifa undir langtímasamning í kjölfarið.

Senegalinn mun líklega ná kveðjuleik með Slavía er liðið mætir Dynamo Dresden í æfingaleik í dag áður en hann flýgur til Lundúna til að ganga frá sínum málum.
Athugasemdir
banner
banner