Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 14:19
Elvar Geir Magnússon
Njarðvík fær Ganverja með mikla reynslu úr sænska boltanum (Staðfest)
Lengjudeildin
Thomas Boakye.
Thomas Boakye.
Mynd: HBK
Njarðvík, sem er í harðri baráttu um að komast upp í Bestu deildina, hefur fengið til sín reynslumikinn leikmann sem heitir Thomas Boakye og er 32 ára Ganverji.

Boakye kemur frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstad þar sem hann hefur verið frá árinu 2018. Hann hefur leikið 259 leiki og skorað 24 mörk fyrir Östersunds FK, Varbergs BoIS og Halmstads BK í sænsku deildunum Allsvenskan og Superettan.

Á meðal annars að fylla skarð Amin Cosic
Thomas er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leyst stöðu kantmanns og bakvarðar. Honum er meðal annars ætlað að fylla skarð Amin Cosic sem gengur í raðir KR þegar glugginn opnar. Amin leikur sinn síðasta leik fyrir Njarðvík þegar liðið mætir Fylki á föstudag.

„Thomas kemur til landsins á morgun mánudag og verður spennandi að sjá hann spila fyrir Njarðvík í grænu treyjunni. Knattspyrnudeildin býður Thomas velkominn til Njarðvíkur!" segir í tilkynningu Njarðvíkinga.

Njarðvík er í öðru sæti Lengjudeildarinnar, stigi á eftir toppliði ÍR. Félagaskiptaglugginn hér á landi opnar á fimmtudag og daginn eftir leika Njarðvíkingar gegn Fylkismönnum.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner