Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Nunez skoraði og fagnaði að hætti Jota
Darwin Nunez fagnar markinu
Darwin Nunez fagnar markinu
Mynd: EPA
Darwin Nunez, framherji Liverpool, opnaði markareikninginn á undirbúningstímabilinu með liðinu í dag er hann gerði annað mark liðsins gegn Preston.

Nunez, sem hefur verið orðaður við ítalska félagið Napoli undanfarnar vikur, kom inn af bekknum í byrjun síðari hálfleiks og skoraði nokkrum mínútum síðar.

Varnarmaður Preston átti slæma sendingu til baka sem Nunez elti uppi og lagði framhjá markverðinum.

Nunez fagnaði að hætti Diogo Jota, sem lét lífið í skelfilegu bílslysi á Spáni í byrjun mánaðarins.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner