Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 13. ágúst 2020 21:34
Aksentije Milisic
Adams fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem skorar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Adams skorar í kvöld.
Adams skorar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tyler Adams varð í kvöld fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem skorar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann tryggði Leipzig sigurinn gegn Atletico Madrid í Portúgal í kvöld.

Lestu nánar um leikinn hérna.

Adams er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá New York Red Bulls. Þar spilaði hann 59 leiki fyrir aðalliðið á árunum 2016-2018 og skoraði tvö mörk í 59 leikjum. Hann gekk í raðir Leipzig í janúar mánuði í fyrra.

Hann kom inn á sem varamaður í kvöld á 72. mínútu og skoraði með skoti sem átti viðkomu í varnarmanni Atletico og þaðan í netið. Þetta var fyrsta mark hans í treyju Leipzig og sá valdi rétta tímann.

Adams á tíu landsleiki að baki fyrir Bandaríkin.




Athugasemdir
banner
banner