Það er ótrúleg staða komin upp í viðureign Brentford og Manchester United þar sem liðin munu bráðum ganga úr búningsklefum og aftur inn á völlinn til að spila seinni hálfleikinn.
Staðan er gríðarlega óvænt, 4-0 fyrir heimamönnum í Brentford, og voru það hrikaleg einstaklingsmistök David de Gea sem kostuðu Man Utd fyrstu tvö mörk leiksins.
Fyrst missti David de Gea boltann afar klaufalega undir sig eftir veikburða skot Josh DaSilva og skömmu síðar átti hann hörmulega sendingu frá marki beint á Christian Eriksen sem var undir stífri pressu frá andstæðingi. Mathias Jensen pressaði Eriksen, vann boltann og skoraði auðvelt mark og staðan orðin 2-0 eftir átján mínútur.
Ben Mee skoraði svo þriðja mark Brentford eftir hornspyrnu og gerði Bryan Mbeumo fjórða markið eftir skyndisókn.
Ekki byrjunin sem Erik ten Hag hafði óskað sér.
Sjáðu fyrsta markið
Sjáðu annað markið