Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 09:55
Elvar Geir Magnússon
Vini Jr orðaður við Arabíu - Man Utd á markaðnum
Powerade
Vinicius Junior.
Vinicius Junior.
Mynd: EPA
Jarrad Branthwaite og Dominic Calvert-Lewin orðaðir við Manchester United.
Jarrad Branthwaite og Dominic Calvert-Lewin orðaðir við Manchester United.
Mynd: EPA
Newcastle vill Madueke.
Newcastle vill Madueke.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur hafið viðræður að nýju um Jarrad Branthwaite og hefur einnig skoðað möguleg kaup á Dominic Calvert-Lewin. Þetta og svo mikið fleira í slúðurpakka dagsins.

Félög í Sád-Arabíu vilja fá brasilíska framherjann Vinicius Jr (24) frá Real Madrid. (ESPN)

Manchester United hefur fundað um möguleg kaup á sóknarmönnum í sumar, þar á meðal Englendingnum Dominic Calvert-Lewin (27) hjá Everton. (Sky Sports)

Southampton hefur samþykkt að selja þýska miðvörðinn Armel Bella-Kotchap (22) til Hoffenheim og er læknisskoðun áætluð í dag. (Sky Sports)

Napoli hefur gert tilboð í belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (31) hjá Chelsea. Tilboðið hljóðar í heild uppá um 25 milljónir punda. (Gianluca di Marzio)

Newcastle er farið að skoða aðra mögulega miðverði þrátt fyrir að hafa gert þriðja tilboðið í enska varnarmanninn Marc Guehi (24) hjá Crystal Palace. (Athletic)

Crystal Palace er einnig að skoða stöðuna hjá Carney Chukwuemeka (20) miðjumanni Chelsea og mun gera tilboð ef hann verður fáanlegur. (South London Press)

Porto hafnaði tilboði frá Bournemouth í brasilíska sóknarmanninn Evanilson (24). (Fabrizio Romano)

Bournemouth hefur beint athygli sinni að Eddie Nketiah (25) sóknarmanni Arsenal. (Evening Standard)

Newcastle vill fá enska vængmanninn Noni Madueke (22) frá Chelsea ef félagið selur paragvæska landsliðsmanninn Miguel Almiron (30) til Charlotte FC. (ipaper)

Red Bull Salzburg hefur gert þriðja tilboðið í enska miðjumanninn Bobby Clark (19) hjá Liverpool. Nýjasta tilboð austurríska félagsins er nálægt 10 milljónum punda. (Times)

Velski varnarmaðurinn Chris Mepham (26) mun væntanlega yfirgefa Bournemouth í sumar, mögulega á láni. Ipswich, Torino og Anderlecht hafa öll áhuga. (Fabrizio Romano)

Leicester City hefur náð samkomulagi við Bayer Leverkusen um að fá tékkneska sóknarmanninn Adam Hlozek (22). Um er að ræða lánssamning með ákvæði um kaup. Leicester þarf nú að ná samkomulagi við leikmanninn. (Sky Germany)

Manchester United hefur hafið viðræður við Everton að nýju um kaup á varnarmanninum Jarrad Branthwaite (22) fyrir 60 milljónir punda. (Football Insider)

Manchester City er tilbúið að láta Kalvin Phillips (28) fara á láni. Ipswich, Everton og Fulham hafa öll áhuga á miðjumanninum. (Manchester Evening News)

Nottingham Forest færist nær því að kaupa argentínska sóknarmanninn Ramon Sosa (24) frá Talleres í heimalandi hans. Kaupverðið yrði í kringum ellefu milljónir punda. (Telegraph)

Aston Villa, Fulham og Crystal Palace eru öll með í kapphlaupinu um enska miðvörðinn Trevoh Chalobah (25) hjá Chelsea. (Football Insider)

Dane Scarlett (20) sóknarmaður Tottenham er í viðræðum um að ganga í raðir Oxford United í Championship-deildinni á láni. Englendingurinn hefur leikið tíu leiki fyrir Tottenham. (Telegraph)
Athugasemdir
banner