Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Of snemmt að segja til um hvort Bolt fái samning
Usain Bolt fagnar seinna marki sínu fyrir Central Coast Mariners.
Usain Bolt fagnar seinna marki sínu fyrir Central Coast Mariners.
Mynd: Getty Images
Usain Bolt skoraði tvívegis fyrir Central Coast Mariners en það hefur vafalítið aukið vonir stórstjörnunnar á að fá samning hjá félaginu.

Yfirmaður knattspyrnumáli hjá félaginu, Shaun Mielekamp segir hinsvegar að það sé of snemmt að segja til um hvort Bolt fái samning. Bolt er margverðlaunaður spretthlaupari en hann hætti í íþróttinni til þess að reyna að uppfylla draum sinn um að verða atvinnumaður í knattspyrnu.

Hann byrjaði í fyrsta skiptið fyrir liðið í æfingaleik gegn Macarthur South West United og þrátt fyrir að misnota nokkur marktækifæri tókst honum að skora tvisvar í síðari hálfleik.

„Þetta vekur bara meiri athygli á þeirri umfjöllun sem við höfðum nú þegar haft. Það var alltaf hluti af áætluninni að hann myndi spila þennan leik og við munum halda áfram að tala saman á sömu nótum og áður, ” sagði Mielekamp.

Mike Phelan er íþróttastjóri hjá félaginu og hann vildi sjálfur gefa sem minnst upp um það hver framtíð Bolt væri innan félagsins.


„Hann leggur hart að sér, er að bæta sig á hverjum degi og hann hefur ennþá veikleika sem hann veit af. Frammistaðan hans var frábært en ég hef séð fullt af fótböltamönnum kom fram á sjónarsviðið og hverja jafn fljótt og þeir komu,” sagði Mike Phelan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner