Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 13. nóvember 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pulis tekinn við Miðvikudagsmönnum (Staðfest)
Tony Pulis hefur verið ráðinn stjóri Sheffield Wednesday. Hann tekur við af Gary Monk sem var sagt upp á mánudag eftir að hafa stýrt liði félagsins í fjórtán mánuði.

Wednesday er við botn Championship deildarinnar og leita til fyrrum stjóra Stoke og Middlesbrough til að bjarga sér. Pulis er 62 ára og hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Boro vorið 2019.

Wednesday komst af botni deildarinnar síðasta laugardag með markalausu jafntefli gegn Millwall. Liðið byrjaði með sex stig í mínús þar sem liðið eyddi of háum fjárhæðum.

Þjálfaraferill Pulis spannar 28 ár og er hann fimmti stjóri liðsins sem spilar á Hillsborough síðan tímabilið 2015/16 hófst. Fyrsti leikur Pulis sem stjóri Uglanna verður gegn Preston á útivelli þann 21. þessa mánaðar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
6 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
7 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
8 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
9 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
10 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
11 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 -6
Athugasemdir
banner