Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   sun 13. nóvember 2022 13:05
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Brighton og Aston Villa: Watkins ekki í hóp og Bailey á bekknum
Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Brighton og Aston Villa en spilað er í síðustu umferð deildarinnar fyrir HM pásuna.

Brighton hefur unnið þrjá sigra í röð í öllum keppnum og þá hefur liðið aðeins tapað einum leik af síðustu fimm.

Aston Villa byrjaði vel undir stjórn Unai Emery og vann Manchester United en liðið tapaði svo gegn United nokkrum dögum síðar í deildabikarnum.

Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Wolves. Karou Mitoma er ekki í hópnum í dag og þá dettur Adam Webster út.

Inn koma þeir Danny Welbeck og Levi Colwill en hann spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Man Utd. Ollie Watkins er ekki í leikmannahópnum í dag og Leon Bailey fær sér sæti á bekknum.

Þá dettur Leander Dendoncker einnig úr liðinu en inn koma þeir Boubacar Kamara, John McGinn og Danny Ings.

Brighton: Sanchez, Gross, Colwill, Dunk, Estupinan, Caicedo, Mac Allister, March, Lallana, Welbeck, Trossard.
(Varamenn: Steele, Lamptey, Enciso, Undav, Gilmour, Veltman, Turns, Van-Hecke, Ferguson.)

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Digne, Luiz, Kamara, Ramsey, McGinn, Buendia, Ings.
(Varamenn: Olsen, Sanson, Chambers, Augustinsson, Young, Bednarek, Dendoncker, Bailey, Archer.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner