Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. nóvember 2022 16:25
Aksentije Milisic
Ítalía: Mourinho sá rautt, Belotti klikkaði víti og Dybala sneri aftur
Mourinho fékk rautt spjald.
Mourinho fékk rautt spjald.
Mynd: EPA
Dybala hefur verið sárt saknað.
Dybala hefur verið sárt saknað.
Mynd: EPA

Þremur leikjum var að ljúka í Serie A deildinni á Ítalíu en mikil dramatík var í Rómarborg þar sem Roma og Torino áttust við.


Staðan var markalaus í hálfleik en hlutirnir gerðust svo sannarlega í þeim síðari. Karol Linetty kom gestunum verðskuldað í forystu með flottu skallamarki á 55.mínútu leiksins.

Roma reyndi að jafna leikinn og voru lokamínúturnar rosalegar. Jose Mourinho, þjálfari Roma, skipti Andrea Bellotti og Paulo Dybala inn á en Argentínumaðurinn var að snúa aftur eftir meiðsli.

Mourinho fékk rautt spjald seint í leiknum en hann var mjög ósáttur við störf dómarans í dag.

Leikurinn gjörbreyttist við komu Dybala en hann fiskaði vítaspyrnu í uppbótartímanum. Hann vildi ekki taka spyrnuna sjálfur en hann er venjulega vítaskytta liðsins.

Síðast þegar hann tók vítaspyrnu þá meiddist hann illa í læri svo hann lét Belotti fá knöttinn en Belotti var að spila gegn sínum fyrrum félögum.

Belotti fór á punktinn en erfitt gengi hans í vetur hélt áfram því hann skaut í stöngina og útaf. Leikurinn var þó ekki alveg búinn þarna.

Á þriðju mínútu uppbótartímans átti Dybala þrumuskot í slánna, boltinn datt út á Serbann Nemanja Matic sem þrumaði knettinum inn í nærhornið og bjargaði stigi fyrir Rómverja.

Þá vann Spezia góðan útisigur á Verona og nýliðarnir í Monza halda áfram að sækja stig en þeir unnu frábæran 3-0 sigur á Salernitana.

Verona 1 - 2 Spezia
1-0 Simone Verdi ('30 )
1-1 Mbala Nzola ('53 )
1-2 Mbala Nzola ('69 )

Monza 3 - 0 Salernitana
1-0 Carlos Augusto ('24 )
2-0 Dany Mota ('35 )
3-0 Matteo Pessina ('75 , víti)
Rautt spjald: Antonio Candreva, Salernitana ('74)

Roma 1 - 1 Torino
0-1 Karol Linetty ('55 )
1-1 Nemanja Matic ('90 )
1-1 Andrea Belotti ('90 , Misnotað víti)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner