Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 13. nóvember 2022 14:38
Aksentije Milisic
Katrín Ásbjörnsdóttir í Breiðablik (Staðfest)
(Staðfest)
(Staðfest)
Mynd: Breiðablik

Katrín Ásbjörnsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks í Bestu deild kvenna en þetta staðfesti félagið rétt í þessu. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við liðið.


Katrín er fædd árið 1992 og er uppalin hjá KR en hún hefur spilað með KR, Þór/KA og Stjörnunni á sínum ferli og þá hefur hún spilað í Noregi. Hún á að baki 256 meistaraflokksleiki og hefur hún skorað í þeim leikjum 111 mörk.

Þá hefur hún spilað 19 A-landsliðsleiki og skorað eitt mark. Katrín spilaði sextán leiki með Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðasta sumar en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Katrín skoraði níu mörk og var næst markahæst í deildinni ásamt tveimur öðrum.

Katrín rifti samningi sínum við Stjörnuna eftir síðasta tímabil.

„Breiðablik og Stjarnan hafa gert með sér samkomulagi þess efnis að sóknarmaðurinn ölfugi Katrín Ásbjörnsdóttir gangi til liðs við Breiðablik. Í kjölfarið hefur Katrín skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Katrín hefur verið áberandi í efstu deild frá því hún steig á sviðið með KR sumarið 2009. Hún er búin að vera með betri sóknarmönnum deildarinnar og hefur skorað 125 mörk í 282 mótsleikjum. Auk KR hefur Katrín leikið með Þór/KA og Stjörnunni á sínum ferli og hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari. Árið 2015 lék hún með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.

Katrín á að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fjölda yngri landsleikja. Hún var á meðal bestu leikmanna deildarinnar á síðastliðnu tímabili og var næst markahæst eftir að hafa skorað 9 mörk í 16 leikjum með Stjörnunni

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Breiðablik að fá til liðs við sig jafn reynslumikinn og góðan leikmann og Katrín er. Við bjóðum Katrínu hjartanlega velkomna í Blikafjölskylduna og hlökkum til að sjá hana á vellinum„" segir í tilkynningu frá Breiðablik.


Athugasemdir
banner
banner
banner