Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 13. nóvember 2022 13:45
Aksentije Milisic
Moyes kemur sjálfum sér til varnar eftir slakt gengi

David Moyes, stjóra West Ham, líður eins og starfið hans sé ekki í hættu þrátt fyrir slæmt gegn Hamranna upp á síðkastið.


West Ham tapaði gegn Leicester á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið er einungis tveimur stigum frá fallsæti sem stendur.

West ham hefur tapað þremur heimaleikjum á einni viku og var baulað á liðið og Moyes eftir leikinn í gær.

„Ég er mjög þakkláttur félaginu fyrir stuðninginn sem ég hef fengið en ég vil líka segja að ég hef ekki staðið mig illa hér," sagði Skotinn.

„Við höfum gert góða hluti en eins og staðan er í dag þá erum við í basli með að skora mörk."

West Ham keypti Gianluca Scamacca fyrir 35,5 milljónir punda í sumar og byrjaði kappinn ágætlega. Núna hefur hann hins vegar ekki náð að skora í síðustu sjö leikjum í röð.

„Það tekur oft tíma fyrir leikmenn sem koma frá öðru landi að finna sig hér. Við þurfum að gefa þeim smá tíma," sagði Moyes.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner