Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   sun 13. nóvember 2022 10:40
Aksentije Milisic
Verður Ranieri þriðji þjálfari Sampdoria á tímabilinu? - Sætið hjá Stankovic heitt

Samkvæmt SkySports Italia þá er Sampdoria alvarlega að skoða það að ráða Claudio Ranieri sem þjálfara liðsins og losa sig við Serbann Dejan Stankovic.


Sampdoria er í fallsæti með einungis sex stig eftir fimmtán leiki en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn nýliðum Lecce í gær.

Stuðningsmenn Sampdoria voru brjálaðir eftir leik og reyndu að loka leikmenn og starfslið Sampdoria inni á leikvangnum eftir leikinn.

Stankovic var í leikbanni í leiknum og sat því í stúkunni en hann tók við liðinu þann 6. október eftir að hann sagði starfi sínu lausu hjá Rauðu Stjörnunni í Serbíu.

Hann hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm og nú virðist vera mjög stutt í það að hann fái reisupassann hjá Sampdoria samkvæmt SkySports.

Ranieri stýrði Sampdoria á árunum 2019-2021 og spurning hvort hann sé tilbúinn að taka aftur við liðinu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
3 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
4 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
5 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
6 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
19 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir