Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, spilaði í dag æfingaleik gegn ítalska stórliðinu AC Milan. Leikurinn fór fram í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Ben White sem var á dögunum sendur heim úr enska landsliðshópnum af persónulegum ástæðum, byrjaði fyrir Arsenal í dag. Enskir fjölmiðlar sögðu White hafa verið óánægðan í herbúðum enska liðsins, ekki passað inn í hópinn og lent upp á kant við aðstoðarþjálfarann Steve Holland, en það hefur ekki fengist staðfest.
Það var Norðmaðurinn Martin Ödegaard sem skoraði fyrsta markið eftir rúmlega 20 mínútna leik. Markið gerði hann beint úr aukaspyrnu.
Martin Odegaard scores a delightful free-kick. 1-0 Arsenal! ?? pic.twitter.com/HtekUTR93J
— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) December 13, 2022
Undir lok fyrri hálfleiks bætti Reiss Nelson svo við öðru marki fyrir Arsenal en hann byrjaði leikinn á vinstri kanti. Fikayo Tomori minnkaði muninn fyrir AC Milan í síðari hálfleik, 2-1.
Fleiri voru mörkin ekki. Þetta er annar sigur Arsenal á þessu æfingamóti í Dúbaí en þeir lögðu Lyon, 3-0, í síðustu viku. Það er núna ljóst að Arsenal eru Dubai Super Cup meistarar, þó liðið eigi einn leik eftir. Næsti leikur Arsenal er gegn Juventus - öðru ítölsku stórliði - á laugardag.
Byrjunarlið Arsenal: Hein, White, Holding, Gabriel, Tierney, Ödegaard, Lokonga, Partey, Fabio Vieira, Nketiah, Nelson.
Byrjunarlið AC Milan: Tatarusanu, Kalulu, Tomori, Gabbia, Pobega, Vranckx, Tonali, Saelemakers, Adli, Rebic, Origi.
Athugasemdir