Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
banner
   þri 13. desember 2022 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Hollywood-stjarna kaupir hlut í Bournemouth
Bandaríski leikarinn Michael B. Jordan hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Bournemouth,

Jordan, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í bíómyndunum Creed, Black Panters og Fruitvale Station, keypti hlut í Bournemouth í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Auðkýfingurinn Maxim Denim seldi hlut sinn í félaginu og var það Black Knight Footballl Club sem keypti þann hlut.

Jordan er partur af fjárfestingahópnum en það er milljarðamæringurinn Bill Foley sem fer fyrir hópnum.

Hollywood-leikarinn mun hjálpa til við að markaðsetja félagið um allan heim en Nullah Sarker hjá Player's Tribune mun einnig eiga lítinn hlut í enska félaginu.

Bournemouth er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig.


Athugasemdir
banner